Erlent

Hryðjuverkamenn eru ósigrandi

Sir David Richards.
Sir David Richards.

Nýr yfirmaður breska hersins, hersöfðinginn David Richards, telur stríðið við hryðjuverkasamtökin Al-Kaída óvinnandi. Þetta sagði hann í helgarviðtali við the Sunday Telegraph í dag.

Hann segir þetta sjónarmið raunsæisstefnu Bandaríkjanna og Bretlands í stríðinu við hryðjuverk. David sagði í viðtalinu að stríðið yrði langvinnt og spáði því að það yrði gegnum gangandi næstu 30 árin.

Þrátt fyrir að hryðjuverkastríðið sé óvinnandi þá þýðir það ekki að það sé ekki mikilvægt að halda því úti til þess að tryggja öryggi Breta og Bandaríkjanna að mati Davids. Hann segir Breta hinsvegar þurfa að lifa við hryðjuverkaógnina um ókomin ár.

Alls hafa 343 breskir hermenn látist í þessu óvinnandi stríði. Þegar David var spurður hvort þeir hefðu þá látist til einskins svaraði hann því til að svo væri alls ekki. Líf þeirra tryggðu öryggi Vesturlandanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×