Lítið skeytt um Pakistan? 25. ágúst 2010 00:00 Neyðarástand Ástandið á flóðasvæðunum í Pakistan er hið versta sem sést hefur á hamfarasvæðum í áratugi, segir yfirmaður hjá UNICEF. NordicPhotos/AFP Hjálparstofnanir segja að alþjóðasamfélagið sýni óvenjulítinn áhuga á að styðja við fórnarlömb flóðanna í Pakistan. Um 1.600 lík hafa fundist og daglegt líf meira en 17 milljóna manna hefur gengið úr skorðum þremur vikum eftir að flóðin hófust. Í borginni Sukkkur einni eru um fjórar milljónir manna heimilislausar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO segir að sjúkdómar séu farnir að breiðast út á flóðasvæðinu. Louis-George Arsenault, yfirmaður neyðaráætlana hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sagði við blaðamenn í Washington á mánudag að áhugi alþjóðasamfélagsins á að koma fólki á flóðasvæðinu til hjálpar sé óvanalega lítill. Þrátt fyrir það er ástandið í Pakistan nú það versta sem skapast hefur í kjölfar hamfara um áratuga skeið. „Þörfin fyrir fjármagn er gríðarleg, miðað við þau framlög sem við höfum fengið. Þetta er versta neyðarástand sem við höfum staðið frammi fyrir áratugum saman,“ hafði breska útvarpið BBC eftir Arsenault. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áætlað að verja um 55 milljörðum króna til hjálparstarfsins en aðeins hefur tekist að útvega um 70% fjárhæðarinnar. Enn er flóðahætta og ástandið fer versnandi. Flóðvarnagarðar, sem hróflað var upp til bráðabirgða þegar flóðin hófust til þess að verja borgina Shahdadkot eru nú farnir að gefa sig og íbúar eru lagðir á flótta. Tugir þúsunda úr þeirra hópi bætast í hóp þeirra sem leita á náðir hjálparstofnana á degi hverjum, auk þess sem reynt er að bjarga þeim sem ekki komast hjálparlaust undan. Talið er að tíundi hluti heimilislausra hafi fengið athvarf í neyðarbúðum á vegum hjálparstofnana, en hjálpargögn eru af skornum skammti. Allur þorri nauðstaddra er enn á eigin vegum, án matar og þaks yfir höfuðið. peturg@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Hjálparstofnanir segja að alþjóðasamfélagið sýni óvenjulítinn áhuga á að styðja við fórnarlömb flóðanna í Pakistan. Um 1.600 lík hafa fundist og daglegt líf meira en 17 milljóna manna hefur gengið úr skorðum þremur vikum eftir að flóðin hófust. Í borginni Sukkkur einni eru um fjórar milljónir manna heimilislausar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO segir að sjúkdómar séu farnir að breiðast út á flóðasvæðinu. Louis-George Arsenault, yfirmaður neyðaráætlana hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sagði við blaðamenn í Washington á mánudag að áhugi alþjóðasamfélagsins á að koma fólki á flóðasvæðinu til hjálpar sé óvanalega lítill. Þrátt fyrir það er ástandið í Pakistan nú það versta sem skapast hefur í kjölfar hamfara um áratuga skeið. „Þörfin fyrir fjármagn er gríðarleg, miðað við þau framlög sem við höfum fengið. Þetta er versta neyðarástand sem við höfum staðið frammi fyrir áratugum saman,“ hafði breska útvarpið BBC eftir Arsenault. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áætlað að verja um 55 milljörðum króna til hjálparstarfsins en aðeins hefur tekist að útvega um 70% fjárhæðarinnar. Enn er flóðahætta og ástandið fer versnandi. Flóðvarnagarðar, sem hróflað var upp til bráðabirgða þegar flóðin hófust til þess að verja borgina Shahdadkot eru nú farnir að gefa sig og íbúar eru lagðir á flótta. Tugir þúsunda úr þeirra hópi bætast í hóp þeirra sem leita á náðir hjálparstofnana á degi hverjum, auk þess sem reynt er að bjarga þeim sem ekki komast hjálparlaust undan. Talið er að tíundi hluti heimilislausra hafi fengið athvarf í neyðarbúðum á vegum hjálparstofnana, en hjálpargögn eru af skornum skammti. Allur þorri nauðstaddra er enn á eigin vegum, án matar og þaks yfir höfuðið. peturg@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira