Erlent

Vanbúnir þegar snjóar mikið

Erfiðlega gekk að koma flugvélum í loftið.nordicphotos/AFP
Erfiðlega gekk að koma flugvélum í loftið.nordicphotos/AFP
Siim Kallas, samgöngustjóri Evrópusambandsins, gagnrýnir rekstur flugvalla í Bretlandi og víðar fyrir að hafa ekki nægan viðbúnað þegar snjóar mikið, eins og gerst hefur í Evrópulöndum undanfarna daga.

Farþegar eru margir hverjir furðu lostnir yfir töfum sem orðið hafa á flugi.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tekur undir gagnrýnina og bauð fram aðstoð breska hersins við að ryðja snjó af Heathrow-flugvellinum í London.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×