Erlent

Sækja aftur í hryðjuverkin

Óli Tynes skrifar
Frá Gvantanamo fangelsinu.
Frá Gvantanamo fangelsinu. MYND/AP

Einn af hverjum fjórum föngum sem sleppt hefur verið úr fangelsi Bandaríkjanna á Kúbu hefur annaðhvort snúið sér aftur að hryðjuverkastarfsemi svo vitað sé eða er sterklega grunaður um það. Þetta er mat samhæfingarmiðstöðvar bandarískra njósnastofnana.

Alls hefur 598 föngum verið sleppt frá Gvantanamo flóa. Sumum hefur hreinlega verið sleppt, aðrir fluttir í fangelsi í öðrum löndum. Þrátt fyrir kosningaloforð þar um hefur Barack Obama ekki tekist að loka fangabúðunum. Aðallega er það vegna þess að fá lönd hafa fengist til þess að taka við þeim föngum sem ekki er talið óhætt að láta lausa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×