Erlent

Obama spilar golf á Hawai yfir jólin

Obama kveður landa sína rétt áður en hann stökk upp í flugvél og hélt til Hawai.
Obama kveður landa sína rétt áður en hann stökk upp í flugvél og hélt til Hawai.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, eyðir jólafríinu á heimaslóðum í Kailua á Hawai. Hann verður þar í ellefu daga með fjölskyldunni og hyggst spila golf.

Obama ólst að stærstum hluta upp á Hawai með móður sinni og síðar afa og ömmu, en Obama hefur rekið þetta í bókum sínum, Dreams from my father og Audacity of hope. Forsetinn hóf fríið á Hawai með því að fara á ströndina með dætrum sínum.

Obama bíða erfið verkefni því repúblikanar náðu meirihluta í þinginu í síðustu kosningum og John Boehner, nýr forseti þingsins, hefur átt í hatrömmum orðaskiptum við forsetann um forgangsröðun.

Hægur efnahagsbati hefur gert forsetanum erfitt fyrir en tvö stór mál hefur honum tekist að klára, annars vegar START-afvopnunarsamninginn við Rússland og hins vegar löggjöf sem heimilar samkynhneigðum hermönnum að gegna herþjónustu án þess að leyna kynhneigð sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×