Innlent

Stormviðvörun - ekkert ferðaveður í kvöld og nótt

Spáð er miklum vindi í kvöld og í nótt
Spáð er miklum vindi í kvöld og í nótt
Það verður vonskuveður á landinu í nótt og á morgun, og ekkert ferðaveður. Spáð er mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu. Víða stormi og roki í nótt og á morgun.

Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að mikill vindur verði um allt land. „Við erum að spá stormi strax seint í kvöld. Það byrjar að hvessa fyrst syðst á landinu, með slyddu eða snjókomu sem fer síðan yfir í rigningu. Í nótt og á morgun má búast við austan og suðaustan 18 til 25 metrum á sekúndu alls staðar á landinu og það verður talsverð úrkoma sem fylgir þessu, sérstaklega á suðaustan landinu."

En verður ferðaveður? „Þetta er í raun og veru ekki ferðaveður, og alls ekki fara nema það allra nauðsynlegasta. Annað kvöld ætti nú að vera komið svona skaplegt veður víða um land, þá er bara spurningin hvað Vegagerðin er fljót á ryðja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×