Innlent

Steiktu 2000 laufabrauð fyrir Mæðrastyrksnefnd

Eflaust hefði hópurinn orðið handlama ef það hefði þurft að skera út í höndunum. Því komu tæki bakarísins að góðum notum
Eflaust hefði hópurinn orðið handlama ef það hefði þurft að skera út í höndunum. Því komu tæki bakarísins að góðum notum Mynd úr safni

Fjórar systur og tveir mágar Sigurgeirs Erlendsskonar, bakara í Geirabakaríi í Borgarnesi, tóku sig til á laugardag og gerðu tvö þúsund laufabrauð sem þau ætla að gefa til Mæðrastyrksnefndar.

„Hann er yndislegur hann bróðir okkar að lána okkur alla þessa aðstöðu hér og tækin. Við værum orðin handlama ef við hefðum ætlað að gera þetta allt án þess búnaðar sem er hér," sagði ein systra Sigurgeirs í samtali við blaðamann Skessuhorns, en þetta var þó aðeins brot af systkinahópnum því þau eru tólf systkinin.

Sigurgeir, eða Geiri eins og hann er kallaður, stjórnaði aðgerðum þegar hópurinn flatti út, skar og steikti laufabrauð daglangt.

Mæðrastyrksnefnd á Vesturlandi er staðsett á Akranesi og hefur þeim fjölgað mjög sem þurfa á aðstoð þar að halda. Fyrir síðustu jól er metið svo að um 10 prósent íbúa á Akranesi hafi fengið aðstoð.

Vefur Skessuhorns.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×