Samkvæmt frétt á börsen.dk voru 12.000 hótelherbergi í notkun í Kaupmannahöfn í nótt. „Það var aðeins eitt hótel í borginni sem enn átti laus herbergi í gærkvöldi," segir Allan Agerholm formaður sambands hóteleigenda í borginni.
Fram kemur að hin lokaða lofthelgi í Danmörku hafi gefið hótelum höfuðborgarinnar 20% í aukna veltu.