Erlent

Benedikt páfi flytur sérstakt ávarp til bresku þjóðarinnar

Benedikt páfi hefur hljóðritað sérstakt ávarp til bresku þjóðarinnar og verður það flutt í þættinum Hugsun dagsins, eða Thought For The Day, á BBC í dag.

Þetta er í fyrsta sinn sem páfinn flytur jólaávarp sérstaklega til þjóðar sem hann hefur heimsótt á árinu. David Willey talsmaður BBC segir að þarna vilji páfinn þakka fyrir það sem hann álítur sérlega árangursríka heimsókn sína til Bretlands.

Benedikt páfi vill ekki nota textavélar þegar hann flytur ávörp sín og var breska ávarpið því tekið upp í móttökusal Vatikansins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×