Erlent

Myrti ellefu gamalmenni á elliheimili

Maður sem starfaði á elliheimili á Spáni hefur viðurkennt að hafa myrt ellefu vistmenn heimilisins. Maðurinn sem er 45 ára gamall sprautaði fólkið með of stórum insúlínskömmtum eða neyddi það til þess að drekka klór.

Hann hafði áður viðurkennt að hafa drepið þrjá vistmenn til þess að binda enda á þjáningar þeirra eins og hann orðaði það sjálfur. Við réttarhöldin í gær kom síðan í ljós að átta vistmenn til viðbótar höfðu safnast til feðra sinna fyrir hans tilstilli. Morðin voru framin á síðasta ári og á þessu sem nú er að líða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×