Innlent

Öryrkjar: Tæpur þriðjungur í launaðri vinnu

Yfirgnæfandi meirihluti öryrkja telur að vinnumarkaðurinn og bótakerfið standi helst í vegi fyrir atvinnuþátttöku. Þetta kemur fram könnun meðal öryrkja- og endurhæfingarlífeyrisþega sem Öryrkjabandalag Íslands stóð að. Rétt tæpur þriðjungur öryrkjar hefur verið launaðri vinnu á síðastliðnum sex mánuðum.

Félagsvísindastofnun framkvæmdi könnunina en hún stóð frá 25. september 2008 til janúarmánaðar 2009. Könnunin náði til 1.500 einstaklinga en fjöldi svarenda var 756 eða um 60 prósent.

Um þriðjungur svarenda hafa verið í einhverri launaðri vinnu á síðastliðnum sex mánuðum. Fram kemur í könnunni að áhuga á launaðri vinnu er mikill meðal öryrkja. Yfirgnæfandi meirihluti öryrkja telur það mjög mikilvægt að öryrkjar hafi möguleika á launaðri vinnun en almennt telja þeir að vinnumarkaðurinn og bótakerfið standi helst í vegi fyrir atvinnuþátttöku þessa hóps.

Eins og fram hefur komið í fréttum stöðvar tvö er í sumum tilvikum hagstæðara fyrir fólk að þiggja einungis bætur í stað þess að vera á vinnumarkaði á lágmarkslaunum.

Heildarmánaðartekjur öryrkja samkvæmt könunni voru tæpar 175 þúsund krónur. Hátt í helmingur svarenda er óánægður með fjárhagsafkomu sína og þá konur fremru en karlar. Litlu færri segja það hafa komið fyrir á síðastliðnum 12 mánuðum að þeir hafi átt í erfiðleikum með að greiða hin venjulegu útgjöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×