Grunur um hlutdeild Saga í meintum brotum Glitnis Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2010 12:15 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka. Meðal þess sem sérstakur saksóknari rannsakar eru kaup sjóðs á vegum Glitnis, GLB FX, á skuldabréfi af Saga Capital fyrir milljarð króna eftir bankahrunið. Útgefandi skuldabréfsins var Stím en það var til komið vegna láns frá Saga Capital til félagsins. Þetta er eina málið af þeim fimm sem nefnd eru í tilkynningu frá sérstökum saksóknara sem ekki hefur verið fjallað um áður en það sem hleypti rannsókninni af stað var kæra frá Fjármálaeftirlitinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Samkvæmt samningi sem liggja fyrir um kaupin á skuldabréfinu var hann gerður gerður 18. ágúst 2008 og var framvirkur til 19. nóvember sama ár. Engin gögn hafa fundist um gerð samningsins í ágúst. Hins vegar eru til bréfasamskipti frá Saga Capital til FME frá 10. september 2008 þar sem vísað er í skuldabréfið.Skilja ekki hvers vegna verðlaust félag gaf út skuldabréf Samkvæmt heimildum fréttastofu vefst það fyrir rannsakendum hvers vegna Stím ehf. gaf út skuldabréf og það skuldabréf keypt af Glitni á milljarð króna í ágúst 2008 því rekstur Stím ehf. er saga samfellds taprekstrar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þáttur Saga Capital rannsakaður með hliðsjón af hlutdeild í meintum brotum Glitnis banka og annarra í Stím-málinu, en grunur leikur á að lánveitingar til Stím og hlutabréfakaup fyrirtækisins í Glitni banka og FL Group hafi verið sýndarviðskipti og þar með markaðsmisnotkun. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfiheyrður eftir húsleit hjá fyrirtækinu í gær. Þeim sem mæta til skýrslutöku hjá lögreglu er ávallt gerð grein fyrir því við upphaf skýrslutöku hvaða réttarstöðu þeir hafi við rannsóknina. Þorvaldur Lúðvík virtist ekki vita hvaða réttarstöðu hann hefði þegar fréttastofa tók við hann viðtal í gær. „Ég er ekki alveg klár til að skýra frá því" Hvaða réttarstöðu hefurðu í málinu? „Ég er ekki alveg klár til að skýra frá því, en ég fór og við gerum okkar besta til að upplýsa hvað við höfum vitneskju um." Þú mættir í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara var þér sagt þar að þú værir vitni í málinu eða grunaður? „Nei, ég mætti þarna með lögmanni mínum og við sögðum það sem ég veit um málið, sem er afskaplega lítið," sagði Þorvaldur Lúðvík. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur Lúðvík stöðu sakbornings við rannsókn málsins. Saga Fjárfestingarbanki sendi sérstaka tilkynningu til fjölmiðla í gær þar sem segir að rannsókn sérstaks saksóknara beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka, heldur sé verið að leita gagna sem hugsanlega liggja hjá bankanum og tengjast málinu. Stím málið Tengdar fréttir Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57 Þorvaldur Lúðvík: Okkar þáttur lítill - seldum eitt skuldabréf Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við Glitnis-rannsóknina. 16. nóvember 2010 20:04 Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03 Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53 Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: 16. nóvember 2010 14:14 Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka. Meðal þess sem sérstakur saksóknari rannsakar eru kaup sjóðs á vegum Glitnis, GLB FX, á skuldabréfi af Saga Capital fyrir milljarð króna eftir bankahrunið. Útgefandi skuldabréfsins var Stím en það var til komið vegna láns frá Saga Capital til félagsins. Þetta er eina málið af þeim fimm sem nefnd eru í tilkynningu frá sérstökum saksóknara sem ekki hefur verið fjallað um áður en það sem hleypti rannsókninni af stað var kæra frá Fjármálaeftirlitinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Samkvæmt samningi sem liggja fyrir um kaupin á skuldabréfinu var hann gerður gerður 18. ágúst 2008 og var framvirkur til 19. nóvember sama ár. Engin gögn hafa fundist um gerð samningsins í ágúst. Hins vegar eru til bréfasamskipti frá Saga Capital til FME frá 10. september 2008 þar sem vísað er í skuldabréfið.Skilja ekki hvers vegna verðlaust félag gaf út skuldabréf Samkvæmt heimildum fréttastofu vefst það fyrir rannsakendum hvers vegna Stím ehf. gaf út skuldabréf og það skuldabréf keypt af Glitni á milljarð króna í ágúst 2008 því rekstur Stím ehf. er saga samfellds taprekstrar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þáttur Saga Capital rannsakaður með hliðsjón af hlutdeild í meintum brotum Glitnis banka og annarra í Stím-málinu, en grunur leikur á að lánveitingar til Stím og hlutabréfakaup fyrirtækisins í Glitni banka og FL Group hafi verið sýndarviðskipti og þar með markaðsmisnotkun. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfiheyrður eftir húsleit hjá fyrirtækinu í gær. Þeim sem mæta til skýrslutöku hjá lögreglu er ávallt gerð grein fyrir því við upphaf skýrslutöku hvaða réttarstöðu þeir hafi við rannsóknina. Þorvaldur Lúðvík virtist ekki vita hvaða réttarstöðu hann hefði þegar fréttastofa tók við hann viðtal í gær. „Ég er ekki alveg klár til að skýra frá því" Hvaða réttarstöðu hefurðu í málinu? „Ég er ekki alveg klár til að skýra frá því, en ég fór og við gerum okkar besta til að upplýsa hvað við höfum vitneskju um." Þú mættir í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara var þér sagt þar að þú værir vitni í málinu eða grunaður? „Nei, ég mætti þarna með lögmanni mínum og við sögðum það sem ég veit um málið, sem er afskaplega lítið," sagði Þorvaldur Lúðvík. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur Lúðvík stöðu sakbornings við rannsókn málsins. Saga Fjárfestingarbanki sendi sérstaka tilkynningu til fjölmiðla í gær þar sem segir að rannsókn sérstaks saksóknara beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka, heldur sé verið að leita gagna sem hugsanlega liggja hjá bankanum og tengjast málinu.
Stím málið Tengdar fréttir Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57 Þorvaldur Lúðvík: Okkar þáttur lítill - seldum eitt skuldabréf Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við Glitnis-rannsóknina. 16. nóvember 2010 20:04 Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03 Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53 Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: 16. nóvember 2010 14:14 Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57
Þorvaldur Lúðvík: Okkar þáttur lítill - seldum eitt skuldabréf Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við Glitnis-rannsóknina. 16. nóvember 2010 20:04
Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03
Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53
Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: 16. nóvember 2010 14:14
Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12