Innlent

Þriðjungur enn óviss um hvort hann mætir á kjörstað

Samkvæmt nýrri könnun MMR eru 34 prósent aðspurðra enn ekki búnir að ákveða hvort þeir hyggist mæta á kjörstað þann 27. nóvember og velja fólk til setu á stjórnlagaþingi. 57,4 prósent hafa ekki kynnt sér neinn frambjóðanda. Könnun MMR var framkvæmd dagana 3-5 nóvember, og var spurt um væntanlega þátttöku almennings í komandi kosningum.





„Í könnuninni sögðust 54,8% þeirra sem tóku afstöðu ætla greiða atkvæði í kosningunum. 11,1% sögðust ekki ætla að taka þátt og 34,0% kváðust ekki hafa ákveðið hvort að þeir tækju þátt. Þá sögðust 57,4% þeirra sem tóku afstöðu ekki enn hafa kynnt sér neinn þeirra einstaklinga sem boðið hafa sig fram til stjórnlagaþings," segir ennfremur í tilkynningu frá MMR.

Á þessari síðu má kynna sér frambjóðendur til stjórnlagaþings.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×