Erlent

Þúsund íbúum komið til bjargar

Flytja þurfti um þúsund manns frá heimilum sínum í Queensland í Ástralíu.
Flytja þurfti um þúsund manns frá heimilum sínum í Queensland í Ástralíu. Mynd/AP

Þúsundir manna komast nú hvorki lönd né strönd í norðausturhluta Ástralíu eftir ein mestu flóð þar undanfarna áratugi. Flytja þurfti um þúsund manns frá heimilum sínum í Queensland. Flóðin eru vegna mikilla rigninga og storma á þessum svæðum undanfarnar vikur.

Áströlsk stjórnvöld hafa notað þyrlur til að flytja vistir til þeirra sem lokast hafa af vegna flóðanna. Þyrlur hafa jafnframt verið notaðar til að flytja fólk á brott, þar á meðal rúmlega 300 íbúa smábæjarins Theodore.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×