Heather Ezell: Vonandi getum við spilað okkar besta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2010 12:30 Heather Ezell. Heather Ezell hefur átt frábært tímabil með Haukum og er að mati margra besti leikmaður Iceland Express deildar kvenna. Ezell og félagar hennar í Haukum spila til úrslita í Subwaybikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag. „Ég er mjög spennt fyrir að spila þennan leik. Þetta er greinilega einn stærsti leikur ársins á Íslandi og það er mjög gaman að fá að spila í Höllinni," segir Heather Ezell sem er með 29,2 stig, 10.6 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í deildinni. Keflavík hefur unnið báða innbyrðisleiki liðanna þar af seinni leikinn með 20 stigum í janúarmánuði. „Við töpuðum stórt á móti þeim síðast en við lærðum mikið af þeim leik og höfum í framhaldinu getað betrumbætt liðið. Við getum séð á þeim leik hvað við þurfum að laga fyrir þennan leik og vonandi náum við að laga það allt fyrir úrslitaleikinn," segir Heather og bætir við: „Við vorum ekki að spila nægilega vel í vörninni og leyfðum þeim að skora of mikið af auðveldum körfum. Sóknin gekk vissulega ekki nógi vel líka en það voru aðallega þessir litlu hlutir í vörninni sem við þurfum að laga. Við vitum að þessi bikar vinnst í vörninni og því skiptir öllu máli að við náum að stoppa þær," segir Heather. Haukar bættu við sig dönskum leikmanni eftir áramótin og Heather Ezell er mjög ánægð með Kiki Jean Lund sem er með 13,7 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali auk þess að skora 2,9 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik. „Kiki hefur hjálpað okkur mikið. Hún er frábær skotmaður og hefur komið með nýja vídd í okkar leik sem nýtist liðinu vel. Hennar tilkoma gerir það að verkum að það er erfiðara að tvöfalda á mig eða á einhverja af stóru stelpunum okkar því við erum komnar með aðra ógn fyrir utan þriggja stiga línuna," segir Heather. Heather ætlar að reyna að koma landsliðsmiðherjanum Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sem fyrst inn í leikinn. „Ragna Margrét er frábær leikmaður og það er mín skoðun að hún hefur alla burði til þess að taka yfir leikina ef hún vill það. Vonandi komum við henni sem fyrst inn í leikinn og ýtum með því undir sjálfstraustið hennar. Hún getur hjálpað okkur mikið í þessum leik," segir Heather. Hún er bjartsýn og ætlar að reyna að gera sitt til þess að færa Haukum fimmta bikarmeistaratitil kvennaliðs félagsins. „Þetta er stór leikur fyrir bæði félög og það er talað um þennan leik út um allt land. Þetta verður stór leikur og vonandi getum við spilað okkar besta leik," sagði Heather að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Heather Ezell hefur átt frábært tímabil með Haukum og er að mati margra besti leikmaður Iceland Express deildar kvenna. Ezell og félagar hennar í Haukum spila til úrslita í Subwaybikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag. „Ég er mjög spennt fyrir að spila þennan leik. Þetta er greinilega einn stærsti leikur ársins á Íslandi og það er mjög gaman að fá að spila í Höllinni," segir Heather Ezell sem er með 29,2 stig, 10.6 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í deildinni. Keflavík hefur unnið báða innbyrðisleiki liðanna þar af seinni leikinn með 20 stigum í janúarmánuði. „Við töpuðum stórt á móti þeim síðast en við lærðum mikið af þeim leik og höfum í framhaldinu getað betrumbætt liðið. Við getum séð á þeim leik hvað við þurfum að laga fyrir þennan leik og vonandi náum við að laga það allt fyrir úrslitaleikinn," segir Heather og bætir við: „Við vorum ekki að spila nægilega vel í vörninni og leyfðum þeim að skora of mikið af auðveldum körfum. Sóknin gekk vissulega ekki nógi vel líka en það voru aðallega þessir litlu hlutir í vörninni sem við þurfum að laga. Við vitum að þessi bikar vinnst í vörninni og því skiptir öllu máli að við náum að stoppa þær," segir Heather. Haukar bættu við sig dönskum leikmanni eftir áramótin og Heather Ezell er mjög ánægð með Kiki Jean Lund sem er með 13,7 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali auk þess að skora 2,9 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik. „Kiki hefur hjálpað okkur mikið. Hún er frábær skotmaður og hefur komið með nýja vídd í okkar leik sem nýtist liðinu vel. Hennar tilkoma gerir það að verkum að það er erfiðara að tvöfalda á mig eða á einhverja af stóru stelpunum okkar því við erum komnar með aðra ógn fyrir utan þriggja stiga línuna," segir Heather. Heather ætlar að reyna að koma landsliðsmiðherjanum Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sem fyrst inn í leikinn. „Ragna Margrét er frábær leikmaður og það er mín skoðun að hún hefur alla burði til þess að taka yfir leikina ef hún vill það. Vonandi komum við henni sem fyrst inn í leikinn og ýtum með því undir sjálfstraustið hennar. Hún getur hjálpað okkur mikið í þessum leik," segir Heather. Hún er bjartsýn og ætlar að reyna að gera sitt til þess að færa Haukum fimmta bikarmeistaratitil kvennaliðs félagsins. „Þetta er stór leikur fyrir bæði félög og það er talað um þennan leik út um allt land. Þetta verður stór leikur og vonandi getum við spilað okkar besta leik," sagði Heather að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum