Erlent

Um 30 fórust þegar bátur strandaði við Jólaeyju

Um 30 manns fórust þegar bátur með hælisleitendum strandaði við grýtta fjöru Jólaeyjar á Indlandshafi í nótt. Sjónvarvottar að strandinu gátu ekkert aðhafst sökum þess hversu slæmt var í sjóinn.

Samkvæmt frétt um málið í BBC voru 70 manns um borð í bátnum og tókst áströlsku tollgæslunni, á tveimur gúmmíbátum, að bjarga um 40 manns úr briminu við ströndina.

Jólaeyja er notuð sem miðstöð fyrir hælisleitendur og flóttamenn sem vilja flytja til Ástralíu. Sem stendur eru um 3.000 slíkir á eyjunni sem liggur um 1.200 kílómetra vestur af Ástralíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×