Innlent

Krefur landlækni um öryggisútttekt fyrir Vestmannaeyjar

Elliði Vignisson hefur þungar áhyggjur af niðurskurðinum
Elliði Vignisson hefur þungar áhyggjur af niðurskurðinum
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendi landlækni í gær bréf þar sem hann fer fram á gerð verði öryggisútttekt fyrir Vestmannaeyjar í tengslum við boðaðan niðurskurð á Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja.  

Þar kemur fram að Eyjamenn eru verulega uggandi vegna yfirvofandi niðurskurðar í heilbrigðismálum. Vestmannaeyjar eru næst stærsti þéttbýliskjarni á Íslandi utan suðvesturhornsins og er einungis Akureyri stærri.  Landfræðileg staða gerir það að verkum að samfélagið í Vestmannaeyjum er algerlega einangrað í tólf tíma á sólarhring, jafnvel þegar veðurfarsleg skilyrði eru eins og best verður á kosið.

Vestmannaeyjabær telur því að sérstaða Eyjasamfélagsins kalli á öfluga heilbrigðisþjónustu og óttast að öryggi heimamanna og gesti verði veruleg hætt búin verði boðaður niðurskurður að veruleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×