Körfubolti

Haukakonur halda áfram að styrkja sig fyrir næsta tímabil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Unnur Lára Ásgeirsdóttir boðin velkomin í Hauka.
Unnur Lára Ásgeirsdóttir boðin velkomin í Hauka. Mynd/Heimasíða Hauka
Bikarmeistarar Hauka eru að safna liði fyrir baráttuna á næsta tímabili en liðið hefur fengið til sín þrjá byrjunarliðsmenn úr öðrum liðum á síðustu vikum. Leikmennirnir eru Gunnhildur Gunnarsdóttir og Unnur Lára Ásgeirsdóttir úr Snæfelli og Þórunn Bjarnadóttir úr Val.

Unnur Lára var síðustu til að ganga til liðs við Haukanna en hún var með 5,4 stig og 4,5 fráköst að meðaltali með Snæfelli í Iceland Express deildinni í vetur þar sem hún var í byrjunarliðinu í 17 af 22 leikjum.

Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 11,8 stig og 3,5 stoðsendingar hjá Snæfelli í vetur og Þórunn Bjarnadóttir var með 6,7 stig og 5,3 fráköst með Val en þær höfðu áður tilkynnt komu sína á Ásvelli.

„Ég er mjög sáttur við að fá þessar stelpur til mín, þetta eru duglegir leikmenn og eiga örugglega eftir að setja mark sitt á Haukaliðið á næsta ári og vonandi hjálpa Haukum að ná langt á næstu árum," sagði Henning Henningsson þjálfari Haukaliðsins í viðtalið á heimasíðu Hauka þegar tilkynnt var um komu Unnar Láru til liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×