Innlent

Kenna fólki stofnun sprotafyrirtækja

Umsjónarmaður Startup Weekend segir hópinn sem sækir viðburðinn afar blandaðan. 
fréttablaðið/anton
Umsjónarmaður Startup Weekend segir hópinn sem sækir viðburðinn afar blandaðan. fréttablaðið/anton
Startup Weekend-vinnusmiðjan verður haldin í fyrsta sinn á Íslandi í lok alþjóðlegrar athafnaviku. Um er að ræða vinnusmiðju með leiðbeinendum frá Bandaríkjunum sem munu fræða þátttakendur um stofnun sprotafyrirtækja og mótun viðskiptahugmynda.

Kristján Freyr Kristjánsson, starfsmaður hjá Innovit, sér um viðburðinn og segir hann hópinn sem sækir viðburðinn afar blandaðan. „Þátttakendur skiptast í raun í þrjá hópa: almenningur sem vill og hefur áhuga á nýsköpun, háskólanemar og svo starfsmenn sprotafyrirtækja sem vilja þróa sínar eigin hugmyndir. Frumkvöðlar sem hafa áhuga á því stofna sín eigin fyrirtæki,“ segir Kristján.

Startup Weekend er 54 stunda vinnusmiðja þar sem nýjar viðskiptahugmyndir eru þróaðar. Á föstudeginum verða bestu hugmyndirnar kynntar og þær þróaðar áfram út helgina. Helgin er partur af alþjóðlegum viðburði sem hefur verið haldinn í yfir hundrað borgum víðs vegar um heim

Landsbankinn og Innovit standa saman að framtakinu sem stendur yfir 19. til 21. nóvember næstkomandi. Upplýsingar og skráningu er að finna á síðunni www.iceland.startupweekend.org.- sv

Tengdar fréttir

Tæplega 50% treysta prestum

Tæplega helmingur landsmanna ber mikið traust til sinnar sóknarkirkju og prestanna í sinni sókn. Tæp tuttugu prósent bera lítið traust til þeirra. Kemur þetta fram í niðurstöðum nýlegrar könnunar Capacent sem unnin var fyrir Biskupsstofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×