Erlent

Fjöldamorð í Íran

Óli Tynes skrifar
Frá Teheran, höfuðborg Írans.
Frá Teheran, höfuðborg Írans.

Að minnsta kosti 38 sjía múslimar létu lífið þegar tveir sjálfsmorðssprengjumenn gerðu árás á bænasamkomu í suðausturhluta Írans í dag. Talið er að árásarmennirnir tilheyri vopnuðum samtökum súnní múslima sem kalla sig Jundallah, eða Hermenn Guðs. Yfirvöld segja að öryggisverðir hafi skotið annan árásarmanninn en honum hafi samt tekist að sprengja sprengju sína. Þau segja einnig að þriðji árásarmaðurinn hafi verið handtekinn. Konur og börn voru meðal þeirra sem féllu í árásinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×