Erlent

Formaður Nóbelsnefndar krefst þess að Xiaobo verði sleppt

Auður stóll á sviðinu var táknrænt merki þess að Xiaobo situr nú í fangelsi í Kína.
Auður stóll á sviðinu var táknrænt merki þess að Xiaobo situr nú í fangelsi í Kína.

Formaður Nóbelsnefndarinnar krafðist þess í dag að Liu Xiaobo verði þegar í stað sleppt úr fangelsi í Kína. Friðarverðlaun Nóbels voru formlega veitt í dag og féllu þau í skaut Xiabo sem setið hefur í fangelsi síðustu ár fyrir að viðra pólitískar skoðanir sínar. Auður stóll var á sviðinu því eðli málsins samkvæmt komst Xiaobo ekki til þess að taka við verðlaununum.

Kínverjar hafa brugðist ókvæða við ákvörðun nefndarinnar um að verðlana andófsmanninn og hafa kallað athöfnina í dag pólitískan farsa. Þorbjörn Jagland formaður nefndarinnar sagði hinsvegar að Xiaobo hefði ekkert gert af sér og því ætti að sleppa honum þegar í stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×