Erlent

Bandaríkjamenn reyndust nazistum vel

Óli Tynes skrifar

Því er haldið fram í nýlegri leyniskýrslu að Bandaríkjamenn hafi eftir lok síðari heimsstjyrjaldarinnar veitt nazistum miklu umfangsmeiri aðstoð en hingaðtil hefur verið upplýst. Lengi hefur verið vitað að Bandaríkjamenn tóku þýska vísindamenn upp á sína arma.

Meðal annars Werner Von Braun sem stýrði eldflaugasmíðum Hitlers en varð svo leiðandi í Bandarísku geimferðaáætluninni. Í hinni nýju skýrslu er hinsvegar sagt frá fleiri mönnum meðal annars Otto Von Bolschwing sem var aðstoðarmaður Adolfs Eichmann. Hann er sagður hafa hjálpað Eichmann við að gera áætlun um útrýmingu Gyðinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×