Innlent

Segir kraftaverkadrykkinn skaðlausan

Valur Grettisson skrifar
Óli Sólimann
Óli Sólimann

„Drykkurinn er algjörlega skaðlaus," segir Óli Sólimann en engiferdrykkur hans, Aada frá My Secret, var innkallaður af markaði vegna heilsufullyrðinga sem ekki var heimild fyrir.

Á umbúðum drykksins komu fram heilsufullyrðingar eins og að drykkurinn væri hollur orkudrykkur, vatnslosandi, vörn gegn ýmsum kvillum og að hann skerpti athygli.

Við þetta gerði Matvælastofnun athugasemdir sem varð til þess að tilkynning var sett á heimasíðu stofnunarinnar þar sem tilkynnt var að drykkurinn væri innkallaður. Þá kom fram að nýjar vörur, á vegum My secret, hefðu fengið nýjar merkingar, sem innihéldu ennþá heilsufullyrðingar sem ekki væri heimild fyrir.

Óli viðurkennir að það sé erfitt að sanna vísindalega sumar fullyrðingarnar sem finna mátti á merkimiðunum. Hann fullyrti að hann væri búinn að breyta innihaldslýsingunni með þeim hætti að hún stæðist reglur.

„Þetta er algjörlega skaðlaust og ekki ástæða til þess að taka drykkinn af markaði," segir Óli sem bendir á að drykkurinn innihaldi aðeins lífræn efni eins og engifer.

„Það eru engin aukaefni eða neitt þannig í drykknum," segir Óli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×