Innlent

Líðan Ólafs óbreytt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þórðarson liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild.
Ólafur Þórðarson liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild.
Líðan tónlistarmannsins Ólafs Þórðarsonar er óbreytt, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæsludeild sem Vísir talaði við í laust eftir klukkan níu í morgun.

Ólafur hlaut alvarlega höfuðáverka þegar að ráðist var á hann á heimili hans seinni partinn á sunnudag. Hann er nú sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.




Tengdar fréttir

Ólafur Þórðarson er þungt haldinn

Ólafur Þórðarson tónlistarmaður liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir höfuðáverka sem sonur hans veitti honum á sunnudag. Sonur Ólafs, Þorvarður Davíð Ólafsson, hefur játað að hafa ráðist á föður sinn og var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn. Árásina gerði Þorvarður á heimili Ólafs í Þingholtunum í Reykjavík. Framburður vitna leiddi til handtöku Þorvarðar og konu sem með honum var. Konunni var síðar sleppt.

Tveggja vikna gæsluvarðhald vegna árásar á Ólaf

Karlmaðurinn, sem hefur játað að hafa ráðist á Ólaf Þórðarson í Ríó tríó síðla dags í gær, var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald nú síðdegis. Ólafur liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi með höfuðáverka eftir árásina. Karlmaðurinn sem er í varðhaldi er sonur Ólafs. Hann var handtekinn á heimili sínu í Vesturbæ skömmu eftir árásina. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir konunni sem var handtekin vegna árásarinnar og hefur hún verið látin laus.

Ólafur í Ríó tríó á gjörgæslu - gæsluvarðhalds krafist

Krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum sem réðst á föður sinn í Þingholtunum seinni partinn í gær, samkvæmt heimildum Vísis. Sá sem ráðist var á heitir Ólafur Þórðarson og er einn af tónlistarmönnunum í Ríó Tríó. Hann liggur þungt haldinn með höfuðáverka á sjúkrahúsi. Kona sem handtekin var vegna árásarinnar verður væntanlega látin laus, samkvæmt heimildum Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×