Innlent

Þingmaður í framboði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Oddný Harðardóttir er fyrrverandi bæjarstjóri í Garði. Hún býður sig fram til bæjarfulltrúa í vor.
Oddný Harðardóttir er fyrrverandi bæjarstjóri í Garði. Hún býður sig fram til bæjarfulltrúa í vor.
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur þátt í sameiginlegu framboði allra stjórnmálaafla í Garðinum fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. Oddný er fyrrverandi bæjarstjóri í Garðinum og sat áfram sem bæjarfulltrúi eftir að hún tók sæti á Alþingi. Oddný segist ekki telja að störf sín fyrir sveitastjórnina í Garði hafi áhrif á þingstörf sín.

„Þetta er 1500 manna bær. Bæjarstjórnin kemur saman einu sinni í mánuði og bæjarfulltrúar fá greitt fyrir hvern fund fyrir sig," segir Oddný. Hún segir að bæjarstjórnin fundi á kvöldin og öll vinnan sé unnin í kvöld- og helgarvinnu. „Allir bæjarfulltrúarnir í Garðinum eru í fullri vinnu annarsstaðar," segir Oddný. Hún segir að vinnan fyrir bæinn hafi ekki áhrif á önnur störf bæjarfulltrúanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×