Fótbolti

Xavi snýr ekki aftur fyrr en á móti FC Kaupmannahöfn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xavi.
Xavi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Spænski landsliðsmiðjumaðurinn Xavi missir af deildarleik Barcelona á móti Valenica um helgina en verður hinsvegar með liðinu á móti FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í næstu viku. Xavi ætlaði að reyna að spila um helgina en er ekki orðin næginlega góður af meiðslum sem hann varð fyrir á hásin í lok september.

Xavi lék ekki með spænska landsliðinu sem vann 3-1 sigur á Litháen og 3-2 sigur á Skotlandi í landsleikjatörninni sem lauk í gær. Xavi hefur ekki spilað síðustu leiki með Barcelona en var síðast með liðinu á móti Rubin Kazan í Meistaradeildinni 29. september.

„Xavi er að verða betri og betri. Hann finnur enga verki öðrum megin en er með smá verki hinum megin. Hann vill ólmur spila á laugardaginn en ég hef sagt honum að hann þurfti að bíða á meðan hann nær sér að fullu," sagði Ramon Cugat, læknir Barcelona.

David Villa gæti líka misst af leiknum á móti Valencia eftir að hafa meiðst á hné í sigri Spánverja á Skotum í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×