Innlent

Sunnlendingar flykktust til Reykjavíkur til að mótmæla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rúturnar voru þétt setnar á leið til Reykjavikur. Mynd/ GKS.
Rúturnar voru þétt setnar á leið til Reykjavikur. Mynd/ GKS.
Tvær þétt setnar rútur fóru um hálfþrjúleytið í dag frá Selfossi áleiðis til Reykjavíkur. Fjöldi fólks fylgdi rútunum á einkabílum.

Tilefnið er að skora á ríkisstjórn og Alþingi að koma í veg fyrir lokun sjúkrahúsanna á Selfossi, Vestmannaeyjum og á Höfn vegna niðurskurðar á fjárlögum.

Eins og Vísir greindi frá í gær tóku á níunda þúsund manns þátt í undirskriftasöfnun á Suðurlandi þar sem mótmælt var stórfelldum niðurskurði á framlögum til heilbrigðismála sem boðaður er á Suðurlandi í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×