Erlent

Segir sögur um ástarsamband Kennedys og Monroe ósannar

Úr hinu heimsfræga myndbandi sem náðist af morðinu. Clint Hill stekkur upp á skott bílsins þar sem Jacqui hrópar til hans í örvæntingu.
Úr hinu heimsfræga myndbandi sem náðist af morðinu. Clint Hill stekkur upp á skott bílsins þar sem Jacqui hrópar til hans í örvæntingu.

Clint Hill, sem var lífvörður John F. Kennedys, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að forsetinn goðsagnakenndi hafi aldrei átt í ástarsambandi við leikkonuna Marilyn Monroe.

Hann, ásamt þremur öðrum lífvörðum forsetans, hafa skrifað æviminningar sínar um starfið. Hill var meðal annars fyrsti lífvörðurinn sem fór um borð í bifreið Kennedys þegar hann var skotinn í Dallas árið 1963.

Hann segir lýsir atburðinum sem hryllilegri lífsreynslu. Hann stökk upp á skott bílsins og sá forsetann halda utan um blóðugan hálsinn.

Þegar hann var kominn að forsetanum heyrði hann þriðja byssuskotið sem hæfði Kennedy í höfuðið. Hill lýsir því svo þegar hann fékk blóðsletturnar yfir sig.

Verkefni Hills var að vernda eiginkonu Kennedys, Jacqui Onassis, sem hrópaði í sífellu á leiðinni á spítalann: „Hvað hafa þeir gert, hvað hafa þeir gert!"

Í bókinni er einnig fjallað um samband Kennedys við leikkonuna íðilfögru, Marilyn Monroe. Hill og lífverðirnir þrír segja ekkert hæft varðandi þá sögu. Þeir halda því fram að ákveðinn iðnaður, sem geri út á samsæriskenningar, hafi að lokum náð að sannfæra almenning um að sambandið hefði átt sér stað. Svo hafi ekki verið raunin.

Lífverðirnir segja einnig frá hversdagslegri atburðum í Hvíta húsinu á meðan Kennedy var forseti. Til að mynda bað Jacqui lífverðina um leyfi til þess að reykja.

Ástæðan var sú að enginn vissi um reykingarnar hennar og hún vildi halda þeim leyndum. Þess vegna tryggðu lífverðirnir umhverfið áður en hún kveikti sér í sígarettu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×