Innlent

Síðustu skiladagar á jólapósti

Jólakort til landa utan Evrópu þarf að póstleggja 10 desember í síðasta lagi
Jólakort til landa utan Evrópu þarf að póstleggja 10 desember í síðasta lagi
Síðasti öruggi skiladagur til að póstleggja jólapakka til landa utan Evrópu er mánudagurinn 6.desember og jólakort til landa utan Evrópu er föstudagurinn 10.desember.

Pósturinn minnir á síðustu öruggu skiladaga fyrir sendingar jólakorta og jólapakka í desember, innanlands og utan.

Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til Evrópu er mánudagurinn 13. desember og á jólakortum til Evrópu föstudagurinn 17.desember, til að þau skili sér í tæka tíð fyrir jólin.

TNT sendingar til landa utan Evrópu hafa frest til 17.desember en þær TNT sendingar sem fara til Evrópu til 21.desember.

Til að vera viss um að jólapakkar og jólakort innanlands skili sér fyrir jól er mánudagurinn 20.desember síðasti öruggi skiladagur.

Þessar dagsetningar eru mikilvægar til að sendingarnar komist til viðtakenda í tæka tíð fyrir jólin.

Pósturinn tekur að sjálfsögðu á móti jólapósti eftir 20.desember en öruggast er að senda pakkana og kortin fyrir ofangreindar dagsetningar.

Á öllum pósthúsum landsins er tekið á móti jólapóstinum en til að auka þjónustu fyrir jólin verða opnuð jólapósthús í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi á Akureyri. Jólapósthúsin opna

9. og 10. desember og verða opin á afgreiðslutíma verslunarmiðstöðvanna.

Allar nánari upplýsingar um síðustu skiladaga, staðsetningu pósthúsa, opnunartíma og þjónustu Póstsins er að finna á www.postur.is



Síðustu öruggu skiladagar fyrir jólakort og jólapakka í desember:


6.desember - pakkar utan Evrópu

10.desember - kort utan Evrópu

13.desember - pakkar til Evrópu

17.desember - kort til Evrópu

17.desember - TNT sendingar utan Evrópu

20.desember - kort og pakkar innanlands

21.desember - TNT sendingar til Evrópu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×