Innlent

Bankastjórar vongóðir um að samkomulag sé að nást

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

Bankastjórar Landsbankans og Íslandsbanka eru vongóðir um að samkomulag sé að nást á milli ríkisstjórnar og fjármálastofnana um aðgerðir fyrir skuldug heimili og fyrirtæki.

Að loknum klukkustundar löngum fundi sem bankastjórar viðskiptabankanna þriggja áttu með ríkistjórn í dag sögðu þau Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans, að þau vonuðust til að næsti fundur með ríkistjórninni verði haldinn til að skrifa undir samkomulagið. Þau lögðu hinsvegar bæði áherslu á að samræmi verði í aðgerðum og að lífeyrissjóðirnir verði hluti af væntanlegu samkomulag.





Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Forystumenn landssamtaka lífeyrissjóðanna komu til fundar við þau Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrím J. Sigfússon, Ögmund Jónasson og Árna Pál Árnason í forsætisráðuneytinu klukkan rúmlega þrjú í dag.

Heimildir fréttastofu herma, að á þeim fundi verði gerð úrslitatilraun til þess að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina þannig að þeir verði hluti af væntanlegum aðgerðum. Það ræðst því á næstu klukkustund eða svo hvort að af samkomulagi verði, eða hvort málin séu í uppnámi á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×