Innlent

Hjón smygluðu kókaíni frá Kaupmannahöfn

MYND/Hari

Hjón á fertugsaldri sem aldrei hafa komið við sögu lögreglunnar voru handtekin í Leifsstöð á mánudagskvöld með þrjú hundruð gömm af kókaíni í fórum sínum. Konunni hefur verið sleppt en maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13.desember.

Það er Fréttatíminn sem segir frá málinu í dag en hjónin voru að koma frá Kaupmannahöfn og fundust efnin við reglubundna leit í farangri þeirra. Að lokinni yfirheyrslu var konunni sleppt en maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13.desember.

Fréttatíminn segir hvorugt hjónanna hafa komið við sögu lögreglu áður. Þau eru búsett í Reykjavík, eiga þrjú börn, og hafa bæði starfað sem verslunarstjórar í stórri verslunarkeðju á höfuðborgarsvæðinu.

Þá segir að manninum hafi umsvifalaust verið vikið úr starfi þegar málið kom upp, starfsfólki sé brugðið enda maðurinn aldrei orðið uppvís að neinu misjöfnu og verið vinsæll og virtur í sínu starfi.

Lögreglan á suðurnesjum sem fer með rannsókn málsins segir hana í fullum gangi og málið á viðkvæmu stigi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×