Jón Halldór: Liðið mitt lítur vissulega vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2010 16:00 Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Mynd/Daníel „Þetta er nú svolítið fyndið að það sé alltaf verið að spá fyrir hvert tímabil því þetta rætist sjaldnast. Við ætlum að láta þessa rætast enda er kominn tími á það því það er langt síðan að við unnum síðast," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurkvenna sem var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en hún var kynnt á kynningarfundi fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna í dag. „Við lentum á mjög góðum leik á móti KR í úrslitaleiknum í Lengjubikarnum og að sama skapi lenti KR kannski ekki á góðum leik. Ég geri ráð fyrir að KR hafi spilað betur í meistarakeppninni í gær heldur en á móti okkur. Ég held að deildin verði mikið jafnari en menn halda. Njarðvík er sem dæmi með tvo mjög góða útlendinga og þeim er spáð 7. sæti," segir Jón Halldór en Keflavík tryggði sér Lengjubikarinn á dögunum með því að vinna 101-70 sigur á Íslandsmeisturum KR í úrslitaleiknum. „Liðið mitt lítur vissulega vel út og ég er ofboðslega ánægður með útlendinginn minn. Hún er framar björtustu vonum. Hún er rosalega dugleg, kannski ekki besti leikmaðurinn sem þú sérð en hún er að allan tímann og alltaf jákvæð og hvetjandi. Hún gerir líka það sem okkur vantar sem er að taka fráköst," sagði Jón Halldór um Jacquline Adamshick sem var með 22,0 stig og 21,0 frákast að meðaltali í Lengjubikarnum. „Það er búið að vera rosalega leiðinlegt að þurfa að kyngja þessum silfurpeningi ítrekað. Það er ekki gaman og ekki eitthvað sem maður er að leita eftir. Við ætlum að gera atlögu að því að reyna að vinna þetta í ár. Við erum búin að vinna einn titil og það er meira heldur en í fyrra," segir Jón Halldór. „Við þurfum að spýta aðeins í lófana því það vantar svolítið upp á formið á liðinu. Við eigum helling inni þótt að við höfum spilað vel á móti KR í þessum leik á dögunum. Þær spiluðu að sama skapi ekki vel og þá litum við rosalega vel út. Við eigum töluvert inni í sambandið við úthald og getum hlaupið miklu meira. Þeir sem eru glöggir þeir sjá það að við erum ekki farin að spila vörn ennþá. Ég er þeirrar trúar að vörn vinni titla og við eigum eftir að vinna aðeins í því. Það verður gaman þegar það verður komið líka," sagði Jón Halldór að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
„Þetta er nú svolítið fyndið að það sé alltaf verið að spá fyrir hvert tímabil því þetta rætist sjaldnast. Við ætlum að láta þessa rætast enda er kominn tími á það því það er langt síðan að við unnum síðast," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurkvenna sem var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en hún var kynnt á kynningarfundi fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna í dag. „Við lentum á mjög góðum leik á móti KR í úrslitaleiknum í Lengjubikarnum og að sama skapi lenti KR kannski ekki á góðum leik. Ég geri ráð fyrir að KR hafi spilað betur í meistarakeppninni í gær heldur en á móti okkur. Ég held að deildin verði mikið jafnari en menn halda. Njarðvík er sem dæmi með tvo mjög góða útlendinga og þeim er spáð 7. sæti," segir Jón Halldór en Keflavík tryggði sér Lengjubikarinn á dögunum með því að vinna 101-70 sigur á Íslandsmeisturum KR í úrslitaleiknum. „Liðið mitt lítur vissulega vel út og ég er ofboðslega ánægður með útlendinginn minn. Hún er framar björtustu vonum. Hún er rosalega dugleg, kannski ekki besti leikmaðurinn sem þú sérð en hún er að allan tímann og alltaf jákvæð og hvetjandi. Hún gerir líka það sem okkur vantar sem er að taka fráköst," sagði Jón Halldór um Jacquline Adamshick sem var með 22,0 stig og 21,0 frákast að meðaltali í Lengjubikarnum. „Það er búið að vera rosalega leiðinlegt að þurfa að kyngja þessum silfurpeningi ítrekað. Það er ekki gaman og ekki eitthvað sem maður er að leita eftir. Við ætlum að gera atlögu að því að reyna að vinna þetta í ár. Við erum búin að vinna einn titil og það er meira heldur en í fyrra," segir Jón Halldór. „Við þurfum að spýta aðeins í lófana því það vantar svolítið upp á formið á liðinu. Við eigum helling inni þótt að við höfum spilað vel á móti KR í þessum leik á dögunum. Þær spiluðu að sama skapi ekki vel og þá litum við rosalega vel út. Við eigum töluvert inni í sambandið við úthald og getum hlaupið miklu meira. Þeir sem eru glöggir þeir sjá það að við erum ekki farin að spila vörn ennþá. Ég er þeirrar trúar að vörn vinni titla og við eigum eftir að vinna aðeins í því. Það verður gaman þegar það verður komið líka," sagði Jón Halldór að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira