Innlent

Hverfafundum borgarstjóra frestað

Magnús þór gylfason
Magnús þór gylfason

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri ætlar ekki að halda fyrirhugaða hverfafundi með íbúum Reykjavíkur. Hins vegar stendur til að halda þá síðar á árinu, eftir kosningarnar.

„Borgarstjóra þykir ekki rétt að efna til þessara funda á kostnað borgarinnar þegar svo stutt er í kosningar," segir Magnús Þór Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra. Hins vegar muni hún sjálf halda fundi í hverfum borgarinnar í kosningabaráttunni fram undan og þá á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur fundaherferð af þessu tagi kostað borgina allt að fimm milljónum króna.

Dagur B. Eggertsson, fulltrúi Samfylkingar, segir þetta koma mjög á óvart, enda búið að senda tölvupóst víða til að kynna þessa fundi. „Ég man ekki eftir því að borgarstjóri héldi ekki svona fundi, því það hefur verið litið á þetta sem eðlilegan hluta af starfi borgarstjóra, að vera aðgengilegur fyrir borgarbúa. Þannig hefur þetta verið þar til fyrir tveimur árum," segir hann.

- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×