Innlent

Magnús Árni hættir sem rektor á Bifröst - Bryndís tekur við

Magnús Árni Magnússon lætur af störfum sem rektor.
Magnús Árni Magnússon lætur af störfum sem rektor.

Magnús Árni Magnússon, rektor Háskólans á Bifröst, hefur óskað eftir að láta af starfi rektors nú um áramótin og hyggst snúa sér að kennslu og rannsóknum. Samkomulag er um að hann starfi sem dósent við skólann frá sama tíma.

Bryndís Hlöðversdóttir dósent og deildarforseti lagadeildar hefur verið ráðin rektor í stað Magnúsar og verða formlega rektorskipti þann 5. janúar 2011 í Hriflu á Bifröst samkvæmt tilkynningu frá skólanum.

Háskólinn á Bifröst verður efldur sem sjálfstæður háskóli og horfið hefur verið frá hugmyndum um sameiningu við aðra háskóla. Þetta er niðurstaða stjórnar skólans, stjórnenda hans og hollvina sem hafa unnið sameiginlega að framtíðarstefnumörkun fyrir skólann á síðustu vikum sem miðar að því að renna styrkari stoðum undir starfsemi hans og efla hann faglega og fjárhagslega.

Hrafnhildur Stefánsdóttir, formaður stjórnar Háskólans á Bifröst, segir niðurstöðuna ánægjulega. Mikill vilji og eindrægni hafi ríkt í baklandi skólans um að tryggja framtíð Háskólans á Bifröst sem öflugs skóla. Með náinni samvinnu stjórnar, starfsmanna og hollvina skólans hafi það tekist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×