Erlent

Bankaræningjar fluttu skotvopn í burðarrúmi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rússneskur lögreglumaður rannsaka vettvang glæpsins í gær. Mynd/ afp.
Rússneskur lögreglumaður rannsaka vettvang glæpsins í gær. Mynd/ afp.
Bankaræningjar fluttu skotvopn í burðarrúmi þegar að þeir réðust inn í banka í Pétursborg í Rússlandi í gær.

Mennirnir skutu tvo öryggisverði við bankann og komust burt með 25 milljónir rúbla, eða um 90 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef The Moscow Times. Vísað er í NTV fréttastöðina sem segir að þegar að öryggisverðir stigu út úr brynvarðri bifreið með fullar peningatöskur á leið inn í bankann hafi ræningjarnir skotið á þá og drepið báða á staðnum.

Annar árásarmannanna skaut líka mann sem var á gangi með hund sinn af ótta við að hann gæti borið kennsl á ræningjana og kjaftað í lögreglu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×