Fótbolti

Mourinho að fá Zidane inn í þjálfarateymið sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jose Mourinho játaði það á blaðamannafundi í dag að hann væri langt kominn með að fá Zinedine Zidane í þjálfaraliðið sitt hjá Real Madrid. „Þetta mál er oft stórt fyrir mig að vera blaðra um því formaðurinn okkar ætti að greina frá þessu," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid á móti AC Milan í Meistaradeildinni.

„Þegar við tökum ákvörðun þá látum við ykkur vita. Það er samt mín tilfinning að Zidane er nálægt því að ganga til liðs við liðið okkar," sagði Mourinho.

Zinedine Zidane lagði skónna á hilluna eftir HM 2006 og hefur starfað undanfarið sem ráðgjafi formanns Real Madrid, Florentino Perez.

Zidane sagði frá því um helgina að hann væri að fara að vinna mjög náið með Mourinho.

„Ég get staðfest það að ég mun vinna með Mourinho. Það hentar mér vel því ég vil koma meira nálægt því sem er að gerast hjá félaginu," sagði Zinedine Zidane í útvarpsviðtali um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×