Skoskir dómarar ætla í verkfall Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2010 17:30 Neil Lennon, stjóri Celtic. Nordic Photos / Getty Images Samtök knattspyrnudómara í Skotlandi vilja fara í verkfall um næstu helgi eftir því sem fram kemur á vef Sky Sports í dag. Dómarar í Skotlandi hafa mátt þola mikla gagnrýni í haust og hafa sumir fengið líflátshótanir frá stuðningsmönnum knattspyrnuliða í skosku úrvalsdeildinni. Nýlega komst mál dómarans Dougie McDonald í hámæli eftir atvik sem átti sér stað í leik Celtic og Dundee United. McDonald hafði dæmt vítaspyrnu Celtic í hag en hann dró svo dóminn til baka. McDonald gerði illt verra með því að ljúga til um málsatvik í leikskýrslu sinni. Hann sagði að aðstoðardómari hans, Steven Craven, hefði ráðlagt honum að draga dóminn til baka en það var rangt. Raunin var sú að hann gerði sér fyllilega grein fyrir því sjálfur að dómurinn var rangur og það fékk hann svo staðfest hjá Craven. Aðstoðardómarinn hafi því engin áhrif haft á ákvörðun McDonald. Þrátt fyrir þetta leiddi rannsókn skoska knattspyrnusambandsins í ljós að McDonald hefði ekkert rangt gert. Hann fékk aðeins áminningu um að vanda sig betur við skýrslugerð sína í framtíðinni. Craven var óánægður með þessa meðferð og ákvað að hætta dómgæslu. Margir hafa nú stigið fram og gagnrýnt McDonald harkalega opinberlega. Meðal þeirra eru John Reid, stjórnarformaður Celtic, og Neil Lennon, knattspyrnustjóri liðsins. Stjórnarformaður skoska knattspyrnusambandsins hefur einnig lofað því að taka refsingarkerfi dómara til endurskoðunar. Dómarar funduðu í gær og mun þetta vera niðurstaðan. Sex leikir eru á dagskrá skosku úrvalsdeildarinnar um helgina sem og mikið af leikjum í neðri deildunum og bikarkeppninni. Þess má svo geta að téður McDonald dæmdi viðureign Danmerkur og Íslands í undankeppni EM 2012 á Parken í september síðastliðnum. Fótbolti Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Sjá meira
Samtök knattspyrnudómara í Skotlandi vilja fara í verkfall um næstu helgi eftir því sem fram kemur á vef Sky Sports í dag. Dómarar í Skotlandi hafa mátt þola mikla gagnrýni í haust og hafa sumir fengið líflátshótanir frá stuðningsmönnum knattspyrnuliða í skosku úrvalsdeildinni. Nýlega komst mál dómarans Dougie McDonald í hámæli eftir atvik sem átti sér stað í leik Celtic og Dundee United. McDonald hafði dæmt vítaspyrnu Celtic í hag en hann dró svo dóminn til baka. McDonald gerði illt verra með því að ljúga til um málsatvik í leikskýrslu sinni. Hann sagði að aðstoðardómari hans, Steven Craven, hefði ráðlagt honum að draga dóminn til baka en það var rangt. Raunin var sú að hann gerði sér fyllilega grein fyrir því sjálfur að dómurinn var rangur og það fékk hann svo staðfest hjá Craven. Aðstoðardómarinn hafi því engin áhrif haft á ákvörðun McDonald. Þrátt fyrir þetta leiddi rannsókn skoska knattspyrnusambandsins í ljós að McDonald hefði ekkert rangt gert. Hann fékk aðeins áminningu um að vanda sig betur við skýrslugerð sína í framtíðinni. Craven var óánægður með þessa meðferð og ákvað að hætta dómgæslu. Margir hafa nú stigið fram og gagnrýnt McDonald harkalega opinberlega. Meðal þeirra eru John Reid, stjórnarformaður Celtic, og Neil Lennon, knattspyrnustjóri liðsins. Stjórnarformaður skoska knattspyrnusambandsins hefur einnig lofað því að taka refsingarkerfi dómara til endurskoðunar. Dómarar funduðu í gær og mun þetta vera niðurstaðan. Sex leikir eru á dagskrá skosku úrvalsdeildarinnar um helgina sem og mikið af leikjum í neðri deildunum og bikarkeppninni. Þess má svo geta að téður McDonald dæmdi viðureign Danmerkur og Íslands í undankeppni EM 2012 á Parken í september síðastliðnum.
Fótbolti Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Sjá meira