Erlent

Framseldur til Bandaríkjanna

Viktor Bout fluttur í járnum út á flugvöll í Bangkok.fréttablaðið/AP
Viktor Bout fluttur í járnum út á flugvöll í Bangkok.fréttablaðið/AP
Rússneskur vopna­sali, Viktor Bout, var í gær framseldur til Bandaríkjanna frá Taílandi, þar sem hann var handtekinn fyrir tveimur árum.

Bout er fyrrverandi hermaður í sovéska flughernum. Hann er sagður hafa stundað ólöglega vopnasölu til landa í Suður-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum, meðal annars til Moammars Gaddafí Líbíuleiðtoga og Charles Taylor, harðstjóra í Líberíu.

Bandaríkjamenn hafa lengi reynt að fá hann framseldan, en Rússar hafa gert margvíslegar athugasemdir við það.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×