Vindmyllur raunhæfur kostur: Best að virkja á Suðurlandi 18. nóvember 2010 06:00 Vindorkuver undan vesturströnd Jótlands í Danmörku, nærri Esbjerg. fréttablaðið/ap Suðurlandsundirlendið virðist vera það landsvæði sem hentar hvað best fyrir vindrafstöð hér á landi. Eru þetta niðurstöður rannsóknarhóps sem Landsvirkjun setti nýverið af stað til þess að kanna hvernig undirbúa mætti uppsetningu og rekstur vindrafstöðva á Íslandi. Starf hópsins er hluti af Icewind, samnorrænu rannsóknarverkefni sem rannsakar mögulegar endurbætur í nýtingu vindorku á Norðurlöndunum. Sérstakri athygli er beint að Íslandi í verkefninu og mögulegri nýtingu vindorku hér á landi. Norræna ráðherranefndin veitti Icewind styrk fyrr á þessu ári að upphæð 12,3 milljóna norskra króna, eða rúmar 230 milljónir íslenskra króna. Veðurstofa Íslands er einnig meðal þeirra sem að verkefninu koma.Úlfar Linnet, sérfræðingur í orkuathugunum hjá Landsvirkjun, segir að verið sé að skoða möguleikana á vindvirkjun hér á landi mjög alvarlega. Þátttaka og vægi hópsins í Icewind sýni meðal annars fram á það. „Tilgangurinn er að Ísland verði samstíga hinum Norðurlöndunum," segir hann. „Við hófum vinnuna okkar á núllpunkti vegna þess að það hefur aldrei verið reist vindmylla hér á landi. En okkur miðar mjög vel." Í skýrslu iðnaðarráðuneytisins frá því í fyrra kemur meðal annars fram að kostir vindorku séu fyrst og fremst þeir að auðlindin sé ókeypis og vindrafstöðvar séu nær lausar við mengun. Á móti eru nefnd sjónarmið um að orkuframleiðsla vindorkuvera sé óstöðug, turnarnir skemmi útsýni og að þetta sé dýr leið til orkuframleiðslu. Vindmyllur framleiða á bilinu 1 til 7 megavött af orku. Úlfar segir Ísland hafa forskot á hin Norðurlandaríkin hvað það varðar, en orka frá einni vindmyllu hér á landi sé að jafnaði um helmingi meiri en víðast erlendis. „Hugsanlega væri hægt að byrja á því að reisa myllu sem væri 2 megavött," segir hann. „En það góða við Ísland er að ein mylla getur framleitt mun meiri orku heldur en á flestum stöðum erlendis. Mylla hér á landi getur framleitt af fullum krafti um 40 prósent tímans. Það er töluvert hærra hlutfall heldur en víða erlendis, þar sem það er oftast í kringum 30 prósent á sjó og um 20 prósent á landi." sunna@frettabladid.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fleiri fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Sjá meira
Suðurlandsundirlendið virðist vera það landsvæði sem hentar hvað best fyrir vindrafstöð hér á landi. Eru þetta niðurstöður rannsóknarhóps sem Landsvirkjun setti nýverið af stað til þess að kanna hvernig undirbúa mætti uppsetningu og rekstur vindrafstöðva á Íslandi. Starf hópsins er hluti af Icewind, samnorrænu rannsóknarverkefni sem rannsakar mögulegar endurbætur í nýtingu vindorku á Norðurlöndunum. Sérstakri athygli er beint að Íslandi í verkefninu og mögulegri nýtingu vindorku hér á landi. Norræna ráðherranefndin veitti Icewind styrk fyrr á þessu ári að upphæð 12,3 milljóna norskra króna, eða rúmar 230 milljónir íslenskra króna. Veðurstofa Íslands er einnig meðal þeirra sem að verkefninu koma.Úlfar Linnet, sérfræðingur í orkuathugunum hjá Landsvirkjun, segir að verið sé að skoða möguleikana á vindvirkjun hér á landi mjög alvarlega. Þátttaka og vægi hópsins í Icewind sýni meðal annars fram á það. „Tilgangurinn er að Ísland verði samstíga hinum Norðurlöndunum," segir hann. „Við hófum vinnuna okkar á núllpunkti vegna þess að það hefur aldrei verið reist vindmylla hér á landi. En okkur miðar mjög vel." Í skýrslu iðnaðarráðuneytisins frá því í fyrra kemur meðal annars fram að kostir vindorku séu fyrst og fremst þeir að auðlindin sé ókeypis og vindrafstöðvar séu nær lausar við mengun. Á móti eru nefnd sjónarmið um að orkuframleiðsla vindorkuvera sé óstöðug, turnarnir skemmi útsýni og að þetta sé dýr leið til orkuframleiðslu. Vindmyllur framleiða á bilinu 1 til 7 megavött af orku. Úlfar segir Ísland hafa forskot á hin Norðurlandaríkin hvað það varðar, en orka frá einni vindmyllu hér á landi sé að jafnaði um helmingi meiri en víðast erlendis. „Hugsanlega væri hægt að byrja á því að reisa myllu sem væri 2 megavött," segir hann. „En það góða við Ísland er að ein mylla getur framleitt mun meiri orku heldur en á flestum stöðum erlendis. Mylla hér á landi getur framleitt af fullum krafti um 40 prósent tímans. Það er töluvert hærra hlutfall heldur en víða erlendis, þar sem það er oftast í kringum 30 prósent á sjó og um 20 prósent á landi." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fleiri fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Sjá meira