Innlent

Borgarstjóri á metsölulista

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Gnarr borgarstjóri er í fjórða sæti á metsölulistanum.
Jón Gnarr borgarstjóri er í fjórða sæti á metsölulistanum.
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, blandar sér í toppbaráttuna um mest seldu bækur í Eymundsson.

Bókin Indjáninn sem kom út kilju í fyrra er í fjórða sæti á lista Eymundssonar yfir mest seldu bækurnar í síðustu viku. Bókin lýsir bernsku Jóns Gnarr og kallar hann hana sjálfur skáldaða ævisögu. Bókin kom fyrst út árið 2006 en svo í Kilju í fyrra eins og áður segir.

Bókakaup grunn- og framhaldsskólanema setja mjög mark sitt á metsölulistann fyrir vikuna 17. ágúst til 23. ágúst. Þetta sést meðal annars á því að orðabækur eru áberandi.

Hjá Forlaginu, sem gefur út bók Jóns Gnarr, fengust þær skýringar að bók Jóns Gnarr væri á bókalista hjá nokkrum framhaldsskólum og skýrir það væntanlega hve vel hún selst þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×