Handteiknað kort af Reykjavík - tvö ár í vinnslu Erla Hlynsdóttir skrifar 17. júní 2011 19:44 „Þetta er búið að taka tvö ár og þrjú þúsund klukkustundir," segir Snorri Þór Tryggvason, verkefnastjóri og einn eigenda Borgarmyndar sem var að gefa út nýtt kort af miðbæ Reykjavíkur. Kortið er sérlega eftirtektarvert þar sem þar er hvert götuhorn og hver gluggi handteiknaður. Kortið hefur verið prentað í 50 þúsund eintökum og dreift frítt á helstu ferðamannastaði. Auk þess er vefútgáfa af kortinu aðgengileg á slóðinni reykjavikcentermap.com þar sem hægt er að þysja að þeim stöðum á kortinu sem fólk vill skoða betur, og sjást þá ótrúlegustu smáatriði. „Þú getur nánast séð fólkið í gluggunum," segir Snorri Þór. Að gerð kortsins komu átta starfsmenn Borgarmyndar, arkitektar, grafískir hönnuðir og forritari, sem öll kynntust þegar þau voru saman í námi í Listaháskóla Íslands. Snorri Þór segir að undirbúningur og teiknivinnan sjálf hafi tekið um tvö þúsund klukkustundir, þá hafi tekið við að mála allt kortið með vatnslitum og setja kortið saman í skiljanlega heild. „Við höfðum ekki gróðasjónarmið í huga þegar við ákváðum að gera þetta kort heldur langaði okkur að búa til fallegasta kort sem við hefðum séð," segir Snorri Þór.Hugmyndina að kortinu fékk Snorri Þór fyrir tíu árum og gekk hann með hana í maganum allar götur síðan. Í millitíðinni fór hann í nám í arkitektúr og kynntist þar núverandi samstarfsfélögum sínum. Útgáfa kortsins er að mestu fjármögnuð með auglýsingatekjum, en auk þess fékk hópurinn styrk frá bæði Nýsköpunarsjóði námsmanna og Reykjavíkurborg og gerðu þeir styrkir gæfumuninn. Á síðasta ári gaf Borgarmynd út teiknað kort af um fjórðungi þess svæðis sem nú er á kortinu. „Það var svona til að athuga með viðbrögðin. Við fengum svo mikið hrós að það var ekki aftur snúið. Þá fengum við auka styrk frá Reykjavíkurborg til að halda áfram," segir hann. Borgarmynd sérhæfir sig í kortagerð og upplýsingagrafík. Næsta stóra verkefni er að sjá um allt kynningarefni fyrir Menningarnótt í Reykjavík.Með því að smella á myndskeiðið hér að ofan má sjá umfjöllun Hafsteins Haukssonar, fréttamanns Stöðvar 2, um kortið. Mest lesið Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Margar slæmar holur á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Sjá meira
„Þetta er búið að taka tvö ár og þrjú þúsund klukkustundir," segir Snorri Þór Tryggvason, verkefnastjóri og einn eigenda Borgarmyndar sem var að gefa út nýtt kort af miðbæ Reykjavíkur. Kortið er sérlega eftirtektarvert þar sem þar er hvert götuhorn og hver gluggi handteiknaður. Kortið hefur verið prentað í 50 þúsund eintökum og dreift frítt á helstu ferðamannastaði. Auk þess er vefútgáfa af kortinu aðgengileg á slóðinni reykjavikcentermap.com þar sem hægt er að þysja að þeim stöðum á kortinu sem fólk vill skoða betur, og sjást þá ótrúlegustu smáatriði. „Þú getur nánast séð fólkið í gluggunum," segir Snorri Þór. Að gerð kortsins komu átta starfsmenn Borgarmyndar, arkitektar, grafískir hönnuðir og forritari, sem öll kynntust þegar þau voru saman í námi í Listaháskóla Íslands. Snorri Þór segir að undirbúningur og teiknivinnan sjálf hafi tekið um tvö þúsund klukkustundir, þá hafi tekið við að mála allt kortið með vatnslitum og setja kortið saman í skiljanlega heild. „Við höfðum ekki gróðasjónarmið í huga þegar við ákváðum að gera þetta kort heldur langaði okkur að búa til fallegasta kort sem við hefðum séð," segir Snorri Þór.Hugmyndina að kortinu fékk Snorri Þór fyrir tíu árum og gekk hann með hana í maganum allar götur síðan. Í millitíðinni fór hann í nám í arkitektúr og kynntist þar núverandi samstarfsfélögum sínum. Útgáfa kortsins er að mestu fjármögnuð með auglýsingatekjum, en auk þess fékk hópurinn styrk frá bæði Nýsköpunarsjóði námsmanna og Reykjavíkurborg og gerðu þeir styrkir gæfumuninn. Á síðasta ári gaf Borgarmynd út teiknað kort af um fjórðungi þess svæðis sem nú er á kortinu. „Það var svona til að athuga með viðbrögðin. Við fengum svo mikið hrós að það var ekki aftur snúið. Þá fengum við auka styrk frá Reykjavíkurborg til að halda áfram," segir hann. Borgarmynd sérhæfir sig í kortagerð og upplýsingagrafík. Næsta stóra verkefni er að sjá um allt kynningarefni fyrir Menningarnótt í Reykjavík.Með því að smella á myndskeiðið hér að ofan má sjá umfjöllun Hafsteins Haukssonar, fréttamanns Stöðvar 2, um kortið.
Mest lesið Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Margar slæmar holur á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Sjá meira