Erlent

Þúsundir manna slást um laus flugpláss frá Egyptalandi

Algert öngþveiti ríkir nú á stærstu flugvöllum Egyptalands þar sem þúsundir manna berjast um laus pláss í flugvélum á leið frá landinu.

Allar ferðaskrifstofur á Norðurlöndunum sem eru með ferðamenn á sínum vegum í landinu eru byrjaðar að flytja Þetta fólk heim aftur. Norðmenn eru flestir þessara ferðamanna eða um 3.400 talsins. Samkvæmt fréttum í norskum fjölmiðlum er talið að allir Norðmennirnir verði komnir heim um miðja þessa viku.

Þá hafa bandarísk og tyrknesk stjórnvöldið hafið skipulagðan brottflutning sinna þegna frá landinu en þeir skipta þúsundum. Japönsk stjórnvöld hafa tekið flugvélar á leigu til að flytja 600 Japani frá landinu og fleiri ríkisstjórnir eru að undirbúa hið sama.

Mikill fjöldi fólks hélt til í miðbæ Kaíró í alla nótt þrátt fyrir útgöngubann stjórnvalda. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Mohamed ElBaradei ávarpaði fjöldann í gærkvöldi og sagði að það sem nú væri hafið í Egyptalandi yrði ekki stöðvað.

Hosni Mubarak forseti Egyptands fundaði með yfirstjórn hersins í gærdag en framtíð hans er talin ráðast af því hvort herinn styðji hann áfram eða ekki. Á meðan fjölgar þeim þjóðarleiðtogum sem krefjast þess að Mubarak láti af embætti áður en aðstæður í Egyptandi fari alveg úr böndunum.

Háværar raddir eru um að ElBaradei taki við stjórnartaumunum í Egyptalandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×