Erlent

Skotinn til bana með Coke í hendinni

Ísraelski herinn að störfum. Mynd/AFP
Ísraelski herinn að störfum. Mynd/AFP
Rúmlega tvítugur Palestínumaður var skotinn til bana við borgina Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Það voru ísraelskir hermenn sem skutu manninn eftir að hann gekk upp að landamærastöð Ísraelsmanna með gosflösku í hendi.

Talsmaður hersins segir að hann hafi ekki hlýtt ísraelskum hermönnum um að stoppa, leggja flöskuna frá sér og leggjast í jörðina.

Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir atvikið sé í rannsókn og að hermennirnir hafi óttast að maðurinn hafi ætlað að stinga þá með gosflöskunni.

Sjónarvottur segir að maðurinn hafi staðið með báðar hendar upp í loftið, þegar að tveir hermenn hafi skotið hann af innan við þriggja metra færi.

Maðurinn var ekki vopnaður og í gosflöskunni reyndist vera Coca-Cola.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×