Áfangasigur segir dóttir Tryggva Rúnars

Kristín var viðstödd blaðamannafundinn ásamt ekkju Tryggva Rúnars og Erlu Bolladóttur sem á sínum tíma fékk dóm vegna aðildar sinnar að málinu.
Kristín Anna lagði áherslu á að þó að þær þrjár stæðu þarna í dag þá væri það stór hópur fólks sem hefði komið að málinu og stutt við bakið á þeim þegar þær hafi verið við það að missa dampinn.
Tengdar fréttir

Guðmundar- og Geirfinnsmálið - Öll umfjöllunin á einum stað
Samantekt af ítarlegri umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar, Vísis og Íslands í dag um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Ný gögn eru komin fram sem vakið hafa mikil viðbrögð í samfélaginu en það eru dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar sakbornings í málinu.

Ákveður í vikunni hvort Guðmundar- og Geirfinnsmál verði tekin upp
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ætla að ákveða hvort Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu verði tekin til rannsóknar að nýju, fyrir vikulok. Málin hafa aftur komist í hámæli eftir umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 og Íslands í dag í gær þar sem greint var frá dagbókarfærslum Tryggva Rúnars Leifssonar sem var einn sakborninga í málinu og hlaut að lokum 13 ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað Guðmundi Einarssyni. Ögmundur var spurður út í málið í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og þar sagðist hann ætla að ákveða um framhaldið í þessari viku.

Kafað ofan í Guðmundar- og Geirfinnsmálið
Komin eru fram ný gögn í einu stærsta sakamáli Íslandssögunnar, Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Það eru dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvö ár í Síðumúlafangelsi og fékk 13 ára fangelsisdóm.

Vill aðstoða verði Geirfinnsmálið tekið upp
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segist reiðubúinn að aðstoða við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði það tekið upp aftur, þrátt fyrir að hann hafi starfað hjá rannsóknarlögreglunni á sama tíma og málið var í rannsókn. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um hans störf.

Guðmundar- og Geirfinnsmál: Fjórir skipa starfshópinn
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað fjögurra manna starfshóp til að fara yfir svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Starfshópurinn skal skila ráðherra áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári en þetta kom fram á blaðamannafundi sem ráðherra hélt í dag. „Starfshópnum er falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem snúa að rannsókn þess og framkvæmd rannsóknarinnar. Þau gögn sem komið hafa fram á síðustu misserum og árum verði tekin til athugunar. Í áfangaskýrslu komi fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhalds málsins. Starfshópurinn mun geta kallað sérfræðinga til ráðgjafar eftir því sem hann telur þörf á,“ segir í tilkynningu.

Ráðherra mun láta skoða Guðmundar- og Geirfinnsmálið
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun tilkynna um stofnun starfshóps sem á að fara yfir Guðmundar- og Geirfinnsmálið á morgun. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Fjölmiðlar hafa fengið boð um blaðamannafund klukkan ellefu í fyrramálið þar sem það verður betur kynnt.

Ríkt tilefni til að rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálið að nýju
Dagbækur sakbornings í Guðmundar og Geirfinnsmálinu eru komnar fram en þær hafa aldrei verið birtar opinberlega fyrr en nú. Hann sat inni í tvö ár í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsinu en hélt ítrekað fram sakleysi sínu í dagbókarskrifum. Hann játaði sök í málinu og var dæmdur í þrettán ára fangelsi. Einn fremsti réttarsálfræðingur í heimi Gísli Guðjónsson segir ríkt tilefni til að hefja rannsókn að nýju, í ljósi dagbókanna. Innanríkisráðherra tekur ákvörðun í vikunni um hvort málið verði tekið upp aftur.

Ný gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu kalla á rannsókn
Einn sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu lýsti ítrekað yfir sakleysi sínu í dagbókarfærslum sem hann ritaði á meðan hann sat í einangrun í Síðumúlafangelsinu í tvö ár, 24 ára að aldri. Upplýsingarnar úr dagbókunum hafa aldrei birst opinberlega. Gísli Guðjónsson einn fremsti réttarsálfræðingur í heimi segir nauðsynlegt að rannsaka málið að nýju í ljósi dagbókanna með tilliti til falskra játninga.

„Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi“
Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir sláandi að hafa lesið um hversu einmana faðir hennar var í gæsluvarðhaldinu. Í tvö ár hafi hann staðið einn í baráttunni við lögregluyfirvöld og fangaverði rúmlega tvítugur að aldri. Tilviljun ein hafi ráðið því að dagbækur hans komi fram nú.

Málið sem mun ekki gleymast
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggst í dag tilkynna formlega um stofnun starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Andlát sakborninga og ný gögn í málinu hafa enn einu sinni dregið þetta vafasama mál fram í dagsljósið. Innanríkisráðherrann hefur þegar sagt að málið verði ekki látið kyrrt liggja þó að ekki hafi verið ljóst til hvaða aðgerða hægt er að grípa.

Guðmundar- og Geirfinnsmál: Björgvin vill sannleiksnefnd
Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að sérstök sannleiksnefnd verði skipuð til rannsóknar á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hann segir fólk úr öllum flokkum styðja tillöguna og mikilvægt sé fyrir samfélagið að gera þessi mál upp.