Handbolti

Guðlaugur: Vörnin komst aldrei í gang

Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar
Húsvíkingurinn í liði Akureyrar, Guðlaugur Arnarsson, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Val í úrslitum Eimskipsbikarsins í dag.

"Við förum aldrei almennilega í gang í vörninni í dag. Vörnin er ekki eins og hún á að vera. Þar af leiðandi fáum við ekki þessi auðveldu mörk sem við höfum verið að fá í vetur. Það er eitt af okkar sterkustu vopnum en við erum að nýta það vopn illa í dag," sagði Guðlaugur.

"Við fáum fína markvörslu, sóknarleikurinn var allt í lagi en varnarleikurinn var það lélegasta hjá okkur í dag. Þetta var jafn leikur og gat fallið á hvorn veginn sem var en féll þeirra megin í dag," sagði Guðlaugur og bætti við Akureyringar yrðu fúlir fram á miðvikudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×