Sport

Erla keppir á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Erla Dögg Haraldsdóttir.
Erla Dögg Haraldsdóttir. Mynd/Vilhelm
Erla Dögg Haraldsdóttir, sundkappi frá Njarðvík, hefur verið valin til að keppa í fyrstu deild NCAA-mótsins síðar í mánuðinum en þar koma allir bestu sundkappar úr háskólum Bandaríkjanna.

Erla keppir fyrir Old Dominion-háskólann í Virginíufylki og er fyrsti sundmaðurinn frá þeim skóla sem fær þátttökurétt á þessu gríðarlega sterka móti.

Hún mun keppa í 100 jarda bringusundi en hún setti nýtt skólamet í greininni á móti um síðustu helgi. Árangurinn varð til þess að henni var boðið á áðurnefnt mót.

Erla Dögg keppti fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Peking í 100 metra bringusundi og 200 m fjórsundi.

Mótið fer fram í Texas-fylki helgina 17.-19. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×