Erlent

MeirihlutI einstæðra kvenna í Danmörku nýtir sér sæðisgjafa

Samkvæmt nýrri könnun í Danmörku hafa tvær af hverjum þremur óléttum einstæðum konum nýtt sér sæðisgjafa til þungunnar. Á síðasta ári fæddust þannig fjögur hundruð börn í Danmörku án skráðs föður.

Könnunin sýndi að rúmlega 5.000 konur nýttu sér sæðigjafa til að reyna að verða þungaðar á síðasta ári. Af þeim voru rúmlega 3.000 einstæðar konur eða lesbískar. Þar sem um 13% af þessum aðgerðum heppnast má reikna með að 400 börn hafi þannig fæðst án föður.

Könnunin náði til bæði opinberra og einkarekinna læknisstofa sem bjóða upp á sæðisgjafir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×