„Við vildum sýna fólki í kvöld að við værum ekki svona lélegir eins og í síðasta leik,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir dýrmætan sigur gegn KR-ingum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.
„Þetta var bara allt annar leikur og miklu meiri stemmning í okkar liði. Við vildum vera harðir í kvöld eins og þeir voru á mánudaginn og það skilaði okkur langt í kvöld,“ sagði Marvin.
„Það sögðu allir að við ættum ekki séns í KR-liðið eftir síðasta leik og við vildum sýna fólki að það er langt frá því að vera satt,“ sagði Marvin.
Körfubolti