Innlent

Svæðisfélög VG á Vesturlandi vilja að Ásmundur víki

Ásmundur Einar Daðason þingmaður. Mynd/ GVA
Ásmundur Einar Daðason þingmaður. Mynd/ GVA
Svæðisfélög Vinstri grænna í Grundarfirði og Stykkishólmi samþykktu á sameiginlegum fundi sínum á skírdag ályktun þar sem þess er krafist að Ásmundur Einar Daðason segi af sér þingmennsku og hleypi á þing fulltrúa flokksins sem styður ríkisstjórnina.

Ásmundur Einar greiddi vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina atkvæði sitt á þingi á dögunum. Þá gagnrýna svæðisfélögin einnig eins máls málflutning Ásmunds, og segja hann ekki vænlegan til árangur.

Svæðisfélögin lýstu einnig yfir stuðningi við ríkisstjórnina, skoruðu á stjórnvöld að leggja fram tillögu að breytingum í sjávarútvegsmálum, en lýstu vanþóknun sinni á vinnubrögðum Samtaka atvinnulífsins í kjaraviðræðum við ASÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×