Erlent

Konungleg brúðkaupspítsa - kjóllinn úr osti

Bretar geta nú hámað í sig brúðhjónin verðandi
Bretar geta nú hámað í sig brúðhjónin verðandi Mynd: Businesswire.com
Eigendur Papa John´s Pizza í Bretlandi fengu til liðs við sig matarlistamann sem gerði mósaíklistaverk úr áleggi sem sýndi brúðhjónin verðandi, Willam prins og Kate Middleton.

Konunglega brúðkaupið fer fram þann 29. apríl og hefur gripið um sig eins konar æði í Bretlandi vegna þessa. Fjöldi fyrirtækja hefur reynt að nýta brúðkaupið til að vekja athygli á vörum sínum og þjónustu, og er leið Papa John´s Pizza vægast sagt frumleg.

Á pítsunni góðu er brúðarslör Kate gert úr sveppum og kjóllinn hennar úr osti, en fatnaður Williams er búinn til úr salami-pylsu og papriku.

Pítsuna þarf að sérpanta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×